Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 24. febrúar 2023 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Man Utd eftir leik: Frenkie, hver er staðan?
Frenkie de Jong spilaði á miðsvæðinu hjá Barcelona í 2-1 tapinu gegn Manchester United í gær.

De Jong átti heilt yfir fínan leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, en á endanum var hann í tapliðinu.

Man Utd reyndi mikið að kaupa De Jong síðasta sumar eftir að Erik ten Hag tók við stjórn United, en hann vann með leikmanninum hjá Ajax í Hollandi og þekkir hann vel.

Man Utd náði samkomulagi við Barcelona um kaupverð, en De Jong hafnaði United. Var stór ástæða fyrir því sögð að hann vildi spila í Meistaradeildinni með Börsungum.

Barcelona féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fór því í umspil um að komast í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Þar tapaði liðið svo fyrir Man Utd í tveggja leikja einvígi, en stuðningsmenn United voru duglegir að grínast í De Jong í leiknum í gær.

„Frenkie, Frenkie hver er staðan?" sungu stuðningsmenn Man Utd þegar flautað var til leiksloka.

Þegar það varð ljóst að De Jong myndi ekki koma til félagsins þá ákvað Man Utd að kaupa Casemiro frá Real Madrid en hann hefur verið algjörlega stórkostlegur fyrir félagið.
Athugasemdir
banner