Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. febrúar 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag minnir Schmeichel á Sir Alex
Peter Schmeichel.
Peter Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel fyrrum markvörður Manchester United er fullur bjartsýni og segir að félagið sitt hafi loksins fundið rétta manninn í stjórastólinn.

Erik ten Hag hefur náð miklu út úr mannskapnum á Old Trafford, liðið vann Barcelona og framundan er úrslitaleikur deildabikarsins gegn Newcastle á sunnudag.

„Í mínum huga getur allt gerst á þessu tímabili. Á endanum gæti liðið unnið nokkra titla eða engan. En ég sé framfararnir og ég er gríðarlega ánægður með það," segir Schmeichel.

„Erik ten Hag hefur tekist á við allar áskoranir á hárréttan hátt. Hann minnir mig á Sir Alex við nokkrar aðstæður og ég hugsa 'Vá, við erum komnir með rétta manninn hingað.'"

„Ég er afskaplega ánægður með þróun mála. Það er ljóst hvaða kröfur eru á menn sem spila fyrir félagið, Ten Hag sýndi það með Cristiano Ronaldo málið, þar sendi hann skýr skilaboð. Maður sér að liðsheildin er að koma aftur."

„Ég vil sjá liðið lyfta bikurum en að mínu mati er það ekki mikilvægast á þessu tímabili. Aðalatriðið er að liðið verði betra og betra og geti barist um enska meistaratitilinn. Það er einn gluggi áður en kemur að næsta tímabili og þá getur liðið barist um meistaratitilinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner