Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 24. febrúar 2023 12:55
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag segir Newcastle pirrandi lið - Rashford tæpur?
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Rashford og Ten Hag.
Rashford og Ten Hag.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur komið með skot á Newcastle en liðin mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudag. Ten Hag segir það pirrandi hversu mikið liðið tefji leikinn.

Ten Hag segir að boltinn sé minnst í leik hjá Newcastle af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar og mikilvægt að sínir menn haldi haus.

„Þeir eru pirrandi lið," segir Ten Hag en hann var beðinn um að rökstyðja þessa fullyrðingu.

„Þeir reyna að pirra andstæðinga sína. Það hefur gengið vel hjá þeim. Við viljum hafa hraða í okkar leik. Við þurfum að einbeita okkur að því að spila fótbolta og láta ekki aðra hluti trufla okkur."

Með þessum orðum er Ten Hag mögulega að koma skilaboðum óbeint til dómara úrslitaleiksins. David Coote mun dæma leikinn og Peter Bankes verður VAR dómari.

Frábært tækifæri á titli
Manchester United á möguleika á því að lyfta sínum fyrsta bikar síðan 2017.

„Þetta er frábært tækifæri á titli. Þetta snýst um að vinna bikara. Stuðningsmenn eru spenntir og maður finnur það. Við munum gera allt sem við getum til að gleðja þá," segir Ten Hag.

Rashford tæpur fyrir leikinn?
Hinn sjóðheiti Marcus Rashford haltraði af velli í lokin á sigrinum gegn Barcelona í gær. Ten Hag segir ekki ljóst hvort hann verði klár í leikinn.

„Ég veit ekki hver staðan er, leikmennirnir eru að koma inn. Það þarf að skoða ástandið hjá þeim. Sjáum hvað sjúkrateymið hefur að segja,"

Ljóst er að franski sóknarmaðurinn Anthony Martial verður ekki með í úrslitaleiknum á sunnudag.
Enski boltinn - Allt blómstrar á Old Trafford og þarfagreining á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner