Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 24. febrúar 2023 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Mainz henti Gladbach aftur á jörðina
Mainz á flugi
Mainz á flugi
Mynd: EPA

Mainz 4 - 0 Borussia M.
1-0 Lee Jae Sung ('25 )
2-0 Marcus Ingvartsen ('49 )
3-0 Ludovic Ajorque ('72 )
4-0 Nelson Weiper ('90 )


Mainz og Gladbach komu bæði með sjálfstraustið í botni í leik liðanna í kvöld eftir góð úrslit um síðustu helgi. Mainz lagði lærisveina Xabi Alonso í Leverkusen og Gladbach vann frábæran sigur gegn Bayern Munchen.

Liðin voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik kvöldsins. Mainz var marki yfir í hálfleik en fór í næsta gír í þeim síðari og bætti þremur mörkum við.

Lee Jae-Sung landsliðsmaður Suður Kóreu var frábær í liði Mainz en hann skoraði eitt og lagði upp annað í kvöld.

Mainz fór upp í 7. sæti með 32 stig með sigrinum og er aðeins sex stigum frá Evrópusæti en Gladbach er í 9. sæti með 29 stig.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 33 19 11 3 70 41 +29 68
3 Eintracht Frankfurt 33 16 9 8 65 45 +20 57
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 33 16 6 11 68 51 +17 54
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Stuttgart 33 13 8 12 61 51 +10 47
10 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
11 Augsburg 33 11 10 12 34 49 -15 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 St. Pauli 33 8 8 17 28 39 -11 32
15 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner
banner