Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 24. febrúar 2023 00:18
Brynjar Ingi Erluson
Xavi: Jöfnunarmarkið særði okkur
Xavi, þjálfari Barcelona, segir að jöfnunarmarkið hafi sært liðið í 2-1 tapinu gegn Manchester United í kvöld.

Barcelona er úr leik í Evrópudeildinni eftir að hafa tapað fyrir United samanlagt, 4-3, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum.

Börsungar náðu forystu snemma leiks eftir að Robert Lewandowski skoraði af vítapunktinum en United jafnaði strax í byrjun síðari hálfleiks með marki frá Fred og eftir það leið United betur á vellinum.

„Jöfnunarmarkið særði okkur. Við töpuðum mikilvægum bolta en fyrri hálfleikurinn var góður. Einvígið var mjög jafnt en okkur var ekki ætlað að fara áfram.“

„Þetta er enn ein vonbrigðin fyrir okkur. Þetta er synd því okkur hlakkaði mikið til. Við börðumst vel og gerðum okkar allra besta.“

„Man Utd er líkamlega mjög sterkt lið. Í seinna markinu þá vann Shaw einvígið og eftir nokkur fráköst datt boltinn fyrir Antony. Fyrsta markið þeirra særði okkur mikið. Liðið átti meira skilið og ef jöfnunarmarkið hefði ekki komið svona snemma..“
sagði Xavi og benti þar á að Barcelona hefði mögulega farið áfram ef liðið hefði haldið forystu aðeins lengur.

„Tilfinningin er sú að við höfum verið betri á þessu tímabili en síðasta. Við höfum spilað gegn stórum liðum en ekki verið eins góðir og við eigum að vera. Eina jákvæða við þetta er að nú eigum við leik á sunnudag og verðum að einbeita okkur að tveimur keppnum,“ sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner