Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. febrúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Yrðu stærstu félagaskipti í sögu bandarískra íþrótta
Mynd: EPA
Phil Neville, þjálfari Inter Miami í MLS-deildinni, segir að ef Lionel Messi myndi ganga í raðir félagsins þá yrðu það stærstu félagaskipti í sögu bandarískra íþrótta.

Messi, sem er á mála hjá Paris Saint-Germain, verður samningslaus í sumar og hefur ekki gert upp hug sinn hvað varðar framtíðina.

Argentínumaðurinn fagnaði sigri á HM í desember og er talinn besti leikmaður allra tíma.

Hann hefur síðasta árið eða svo verið orðaður við Inter Miami en Phil Neville væri meira en til í að fá hann.

„Ég held að þetta yrði stærra en Inter Miami. Þetta væri risastórt fyrir MLS-deildina og líklega stærstu félagaskipti í sögu bandarískra íþrótta,“ sagði Neville.

Neville viðurkenni að félagið þyrfti að endurskipuleggja ýmsa hluti ef Messi kæmi til félagsins.

„Tréin þyrftu að vera stærri við æfingasvæðið. Öryggisgæslan meiri og þyrftum að breyta gönguferð okkar að vellinum á leikdegi. Ferðalögin væru öðruvísi og hótelin líka, en ég meina það er nákvæmlega það sem við þráum. Þetta er spennandi en svakaleg áskorun í leiðinni,“ sagði Neville.
Athugasemdir
banner