Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 24. febrúar 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Breiðablik í viðræðum við fyrrum samherja Brynjólfs
Benjamin Stokke í leik með Randers
Benjamin Stokke í leik með Randers
Mynd: Getty Images
Breiðablik hefur mögulega fundið hreinræktaðan framherja fyrir komandi tímabil en félagið er í viðræðum við norska leikmanninn Benjamin Stokke. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Blikar eru í mikilli þörf á að styrkja sóknarlínuna eftir að Klæmint Olsen yfirgaf félagið.

Á dögunum var sænski sóknarmaðurinn Jesper Westermark orðaður við félagið, en nokkrum dögum síðar samdi hann við Wisla Plock í Póllandi og þurftu Blikar því að horfa annað.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru Blikar líklega búnir að finna þennan stóra og stæðilega framherja sem þeir hafa leitað að, en það er hinn 33 ára gamli Stokke.

Stokke er 191 sentímeter á hæð og er þessi hreinræktaða 'nía', sem virðist tikka í öll box Blika.

Hann var á síðast á mála hjá Kristiansund í norsku B-deildinni, en hann hefur einnig spilað fyrir Vålerenga, Levanger, Mjöndalen, Sandefjord og Randers.

Framherjinn á 73 mörk í tveimur efstu deildunum í Noregi, en hann skoraði 16 mörk og endaði markahæstur er Kristiansund kom sér upp í efstu deild undir lok síðasta árs. Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var samherji hans.

Stokke varð samningslaus eftir tímabilið og er í leit að nýju félagi. Í norska miðlinum Tb.no greindi hann frá því að hann væri opinn fyrir því að spila erlendis eftir að hafa hafnað nýju samningstilboði Kristiansund.

Félagið vildi lækka hann í launum en á sama tíma fengu liðsfélagar hans 25 prósent launahækkun. Stokke ákvað því að leita á önnur mið en það verður spennandi að sjá hvort Blikum takist að næla í þennan öfluga markaskorara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner