Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 24. febrúar 2024 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Iwobi: Þessi sigur fer í minningabankann
Mynd: EPA

Alex Iwobi hetja Fulham í sigri liðsins gegn Manchester United í dag var himinnlifandi í leikslok.


Iwobi skoraði sigurmarkið seint í uppbótatímanum eftir að Harry Maguire hafði jafnað metin í 1-1 á lokamínútum venjulegsleiktíma.

„Ég er himinnlifandi að hafa komið aftur í liðið og taka sigurinn, það er ekki til betri tilfinning," sagði Iwobi.

„Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust til að halda áfram. Tilfinningarnar eru hátt uppi hjá öllum og við verðum að róa okkur niður en þetta aukar sjálfstraustið. Þessi sigur fer í minningabankann."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner