Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   þri 24. mars 2020 12:54
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikunum frestað um eitt ár
Ákveðið hefur verið að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að hefjast 24. júlí um eitt ár.

Leikarnir verða því á næsta ári, 2021, en Shinizo Abe forsætisráðherra Japans óskaði eftir því.

Það var mikill þrýstingur á að fresta leikunum vegna kórónuveirufaraldursins sem er í gangi í heiminum.

„Þetta gerir það að verkum að íþróttafólk geti keppt við bestu aðstæður og mun gera viðburðinn öruggan fyrir áhorfendur," segir Abe.
Athugasemdir
banner