Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, segir það vera algjörlega útilokað að Luciano Spalletti þjálfari yfirgefið félagið eftir tímabilið.
Spalletti hefur gert frábæra hluti hjá Napoli þar sem félagið er á góðri leið með að tryggja sér sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í 33 ár.
Ítalski þjálfarinn rennur út á samningi hjá Napoli í sumar og er eftirsóttur af helstu keppinautum Napoli í ítalska boltanum, auk þess að hafa vakið athygli á sér utan landsteinanna. De Laurentiis ætlar sér þó ekki að missa þjálfarann.
„Luciano Spalletti verður áfram hjá Napoli, það er ekki möguleiki að hann yfirgefi félagið eftir tímabilið," segir De Laurentiis.
Það er því hægt að búast við að Spalletti framlengi við Napoli á næstu vikum.
Athugasemdir