Ísland fer upp um tvö sæti á nýrri útgáfu heimslista FIFA sem hefur verið gefinn út.
Liðið er nú í 14. sæti, en var áður í 16. sæti.
Liðið er nú í 14. sæti, en var áður í 16. sæti.
Frá síðustu útgáfu listans hefur Ísland spilað þrjá leiki og unnið tvo, gegn Skotlandi og Filippseyjum, og gert eitt jafntefli gegn Wales á Pinatar Cup.
Ísland fór með sigur á Pinatar Cup æfingamótinu og bætti þar bikar í safnið.
Aldrei hefur Ísland verið ofar á heimslistanum en fyrir var 15. sætið besti árangurinn.
Næsta verkefni liðsins eru tveir vináttuleikir í apríl. Ísland mætir Nýja Sjálandi í Antalya í Tyrklandi 7. apríl og Sviss í Zürich í Sviss 11. apríl. Hópur fyrir það verkefnið verður tilkynntur í dag.
Bandaríkin eru áfram á toppi listans en þar á eftir koma Þýskaland og Svíþjóð. Evrópumeistarar Englands sitja í fjórða sæti.
Athugasemdir