Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 24. mars 2023 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Augnablik rústaði Árbæ
Mynd: Augnablik
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Árbær 1 - 6 Augnablik
0-1 Þorbergur Úlfarsson ('12 )
0-2 Daníel Smári Hlynsson ('33 )
0-3 Daníel Smári Hlynsson ('55 )
0-4 Steinar Hákonarson ('65 )
1-4 Ævar Daði Stefánsson ('66 )
1-5 Rúnar Ingi Eysteinsson ('73 )
1-6 Rúnar Ingi Eysteinsson ('90 )


Árbær tók á móti Augnablik í næstsíðustu umferð í riðlakeppni Lengjubikars karla í kvöld og voru það gestirnir úr Kópavogi sem höfðu betur.

Augnablik leiddi með tveggja marka forystu í leikhlé og opnuðust flóðgáttirnar í síðari hálfleik svo lokatölur urðu 1-6 fyrir gestina.

Daníel Smári Hlynsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu tvennu hvor á meðan Þorbergur Úlfarsson og Steinar Hákonarson komust einnig á blað.

Ævar Daði Stefánsson gerði eina mark Árbæinga, sem eru án stiga eftir fjórar umferðir og eiga aðeins eftir að heyja botnslaginn við KFS.

Þessi félög munu mætast í 3. deildinni í sumar eftir að Árbær komst upp úr 4. deild í fyrstu tilraun.


Athugasemdir
banner
banner
banner