Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 24. mars 2023 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vestri fær til sín brasilískan markvörð (Staðfest)
Lengjudeildin
Vestri fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Vestri fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Vestri hefur gengið frá samningi við brasilískan markvörð sem mun leika með félaginu í sumar.

Markvörðurinn heitir Rafael Broetto og er 32 ára gamall. Hann kemur til Vestra frá Panevezys í Litháen.

Hann er stór og stæðilegur markmaður sem vann meðal annars bikarkeppnina árið 2022 í Litháen. Hann hefur einnig spilað í Portúgal og Brasilíu á sínum ferli.

Broetto er mættur með liðinu til Spánar í æfingaferð sína og mun nú kynnast liðsfélögum sínum og þjálfara vel áður en tímabilið hefst í maí.

Komnir
Benedikt Warén frá Breiðabliki (var á láni hjá ÍA)
Elvar Baldvinsson frá Þór
Fatai Gbadamosi frá Kórdrengjum
Gustav Kjeldsen frá Færeyjum
Mikkel Jakobsen frá Leikni
Morten Ohlsen Hansen frá Kórdrengjum
Rafael Broetto frá Litháen

Farnir
Chechu Meneses til Andorra
Christian Jiménez til Spánar
Friðrik Hjaltason
Martin Montipo í Grindavík
Pétur Bjarnason í Fylki
Rodrigo Santos Moitas
Toby King
Athugasemdir
banner
banner
banner