Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
banner
   mán 24. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona í leit að hægri bakverði í sumar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona er í leit að nýjum hægri bakverði í félagaskiptaglugganum sem opnar í sumar.

Stjórnendur Barca eru ánægðir með Jules Koundé og hans vinnu í bakvarðarstöðunni en þeir telja hinn 18 ára gamla Héctor Fort ekki vera tilbúinn til að taka gæðastökkið sem þarf á næstu leiktíð.

Fort hefur komið við sögu í tólf deildarleikjum á tímabilinu eftir að hafa tekið þátt í sjö leikjum á síðustu leiktíð.

Líklegt er að Börsungar séu að leita að mjög ódýrum bakverði sem gæti annað hvort komið til félagsins á frjálsri sölu eða á lánssamningi.

Miðverðirnir Ronald Araújo og Eric García geta einnig spilað í hægri bakvarðarstöðunni en Börsungar geta átt von á gríðarlega miklu leikjaálagi á næstu leiktíð og vilja því stækka hópinn sinn.

Omar El Hilali, marokkóskur bakvörður nágrannaliðsins Espanyol, hefur verið sterklega orðaður við félagaskipti til Barcelona síðustu vikur.

Talið er að El Hilali komi til með að kosta um 15 til 20 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner