Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mán 24. mars 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki hrifinn af Yamal - „Heldur að heimurinn snúist í kringum sig"
Mynd: EPA
Rafael van der Vaart, fyrrum landsliðsmaður Hollands, gagnrýndi Lamine Yamal, landsliðsmann Spánar, eftir sigur Spánar gegn Hollandi eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum ÞJóðadeildarinnar í gær.

"Ég tók eftir nokkrum hlutum við Lamine Yamal sem fór að pirra mig. Stuttbuxurnar hans voru of lágar, hann reyndi ekki of mikið, hann var með yfirborðslegar bendingar... mér líkaði þetta ekki," sagði Van der Vaart.

Yamal setti mynd af sér og Nico Williams á Instagram með stuttbuxurnar neðarlega og skrifaði: 'Buxurnar niðri, skoraði mark, klikkaði á víti og kominn í undanúrslit, áfram Spánn.'

Van der Vaart svaraði enn frekar fyrir sig.

„Þetta mark var mjög óvenjulegt. Heimsklassa mark, heimsklassa leikmaður. Samt myndi ég ráðleggja honum að hafa ekki áhyggjur af því sem, fyrrum leikmaður sem er svolítið feitur, segir. Það er ekki mikilvægt."

„Hann er 17 ára.Hann er svo góður en ég er svolítið pirraður á háttseminni en ég meina vel. Þegar þú færð svona mikið hrós 17 ára gamall heldur þú að heimurinn snúist í kringum þig."


Athugasemdir
banner
banner