Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reece James stimplaði sig inn með glæsilegu marki
Mynd: EPA
Reece James, bakvörður Chelsea, minnti rækilega á sig í kvöld þegar hann kom enska landsliðinu yfir gegn Lettlandi í undankeppni HM með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu.

James hefur verið að kljást við meiðsli undanfarin ár og er í byrjunarliði Englands í fyrsta sinn í rúm tvö ár.

England hefur verið með öll völd á vellinum án þess þó að skapa sér mikið af færum.

Liðið fékk aukaspyrnu seint í fyrri hálfleik og James snéri boltanum framhjá vegnum og hann endaði í bláhorninu. Hans fyrsta mark í ensku landsliðstreyjunni. Staðan er 1-0 í hálfleik.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner