Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, segir að Jude Bellingham hafi verið heppinn að fá ekki rautt spjald í 3-0 sigri liðsins gegn Lettlandi í undankeppni HM í kvöld.
Bellingham fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiks og var heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald snemma í seinni hálfleik fyrir brot á Raivis Jurkovskis.
Tuchel sagði um helgina að Bellingham þyrfti að vera agaðari.
„Við vorum heppnir og tókum strax ákvörðun um að taka ekki áhættu og tókum hann af velli," sagði Tuchel.
„Þetta var ekki auðveldur leikur, við urðum að opna hann en það var margt gott. Héldum aftur hreinu og sköpuðum mikið af færum úr föstum leikatriðum," sagði Tuchel um leikinn.
„Við þurftum aukaspyrnu til að opna leikinn en heilt yfir er ég ánægður með orkuna og löngunina í að gera það sem við vildum."
Athugasemdir