Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 24. apríl 2019 10:45
Arnar Daði Arnarsson
Draumaliðsdeildin - Gunnhildur Yrsa velur sitt lið
Draumalið Gunnhildar Yrsu.
Draumalið Gunnhildar Yrsu.
Mynd: Draumaliðsdeildin
Gunnhildur Yrsa.
Gunnhildur Yrsa.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Draumaliðsdeild Toyota opnaði í síðustu viku og rúmlega 1000 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikmaður Utah Royals í Bandaríkjunum og íslenska landsliðsins er búin að velja sitt draumalið í leiknum.

Gunnhildur velur fyrrum liðsfélaga sinn í Ástralíu, Fanndísi Friðriksdóttur sem fyrirliða liðsins.

„Fanndís Friðriksdóttir getur breytt leikjum. Hún er í svakalegu standi í augnablikinu og á eftir að vera rosalega hættuleg i sumar. Hún verður algjör lykilleikmaður."

Varafyrirliði liðsins er síðan liðsfélagi Gunnhildar í landsliðinu, Hallbera Guðný Gísladóttir.

„Hallbera Guðný verður stoðsendingardrottning með þennan vinstri fót sinn. Hún yngist með árunum og þreytist aldrei. Hún er algjört vélmenni."

Í markinu er hún með Bryndísi Láru markvörð Þórs/KA. „Bryndís Lára varði eitt víti í undanúrslitaleiknum í Lengjubikarnum og á eftir að gera slíkt það sama í deildinni."

Hún treystir á að Arna Sif skili sér stigum í vörninni. „Hún spilar með góðu liði Þórs/KA sem á eftir að vera í toppbaráttunni. Einnig er hún beast í loftinu og skorar alltaf nokkur mörk með skalla á leiktíðinni."

Frammi er síðan til að mynda ein Elín Metta Jensen. „Hún er þekkt fyrir að skora mörk og það er ekkert að fara að breytast í sumar. Goal machine," sagði Gunnhildur Yrsa að lokum.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Draumalið Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar
Athugasemdir
banner
banner
banner