Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. maí 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga
Patrik Sigurður Gunnarsson er aðalmarkvörður U21 árs landsliðsins.
Patrik Sigurður Gunnarsson er aðalmarkvörður U21 árs landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum.
Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brentford var búið að fylgjast með mér í rúmt ár áður en ég vissi af áhuga frá þeim
Brentford var búið að fylgjast með mér í rúmt ár áður en ég vissi af áhuga frá þeim
Mynd: Facebook - Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hitti sérfræðinga í London og þeir mældu með því að leggja hjálminn til hliðar vegna þess að þetta getur gefið falskt öryggi
Ég hitti sérfræðinga í London og þeir mældu með því að leggja hjálminn til hliðar vegna þess að þetta getur gefið falskt öryggi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson er markvörður hjá Brentford og U21 árs landsliði Íslands. Patrik gekk í raðir Brentford um mitt sumarið 2018 en þá var hann á láni hjá ÍR frá Breiðabliki.

Í mars í fyrra kom hann inná í sínum fyrsta leik fyrir Brentford þegar hann varði mark liðsins gegn Middlesbrough síðasta stundarfjórðunginn á Riverside

Sáu Patrik með yngri landsliðunum og í Youth League
„Ég var eiginlega búinn að ná samkomulagi við Brentford stuttu eftir að ég fer í ÍR. Ég læt ÍR-ingana vita af því og þeir taka vel í það. Ég spilaði þá leiki sem eftir voru hjá ÍR áður en ég fór til Brentford og flutti síðan út í byrjun júní," sagði Patrik í viðtali fyrir rúmu ári síðan.

Patrik segir þar einnig frá því að hann hefði farið í ÍR þar sem hlutverk hans hjá Breiðabliki var takmarkað og æfði hann ekki oft með meistaraflokki félagsins. Fréttaritari var því forvitinn að vita hvernig Brentford vissi hver Patrik var?

„Brentford var búið að fylgjast með mér í rúmt ár áður en ég vissi af áhuga frá þeim. Þeir voru búnir að sjá mig með U17 og U18 landsliðinu aðallega en einnig sáu þeir Youth league leikina með 2. flokki Breiðablik gegn Ajax og Legia Warszawa," sagði Patrik við Fótbolta.net.

Voru fleiri lið sem höfðu áhuga á Patrik á þessum tíma?

„Derby County hafði mikinn áhuga nokkrum mánuðum áður en þjálfarinn var svo látinn fara og datt það þá uppfyrir sig."

Setti hjálminn upp á vegg
Við vinnslu þessarar greinar sá fréttaritari myndir af Patrik með hjálm á höfði sínu í leik með ÍR í Inkasso-deildinni. Hvað olli því að Patrik lék með hjálm og hvenær hætti hann að nota hjálminn?

„Ég lenti í erfiðum höfuðmeiðslum þegar ég var í 3. flokki og það tók mig lengri tima en áætlað var að jafna mig á því. Læknar hér á Íslandi mældu með að prófa (Petr) Cech hjálminn og gerði ég það þangað til í mínum öðrum leik með Brentford á síðasta tímabili en þá fæ ég annað höfuðhögg."

„Ég hitti sérfræðinga í London og þeir mældu með því að leggja hjálminn til hliðar vegna þess að þetta getur gefið falskt öryggi. Þar að leiðandi hætti ég með hjálminn og hefur hann verið upp á vegg síðan."


Tóku ákvörðun að spila reynslumeiri markmanni
Í viðtalinu umtalaði fyrir rúmu ári síðan, eftir leikinn gegn 'Boro, sagði Patrik að hann myndi ferðast með liðinu í næsta leik og svo kæmi framhaldið í ljós. Hvernig þróuðust málin í fyrra?

„Ég fékk að vita það að allt væri opið fyrir næsta leik og þjálfararnir pældu mikið í að láta mig spila. Á leikdag tóku þeir ákvörðuna að spila reynslumeiri og eldri markmanni."

Þurfti að hafa Englending á bekknum á kostnað Patriks
Hvernig hefur tímabilið 2019/20 verið hjá Patrik? Er hann búinn að vera þriðji markvörður Brentford?

„Þetta hefur verið bara mjög fínt. Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mest megnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum."

„Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann."


Á hvaða sviði hefur Patrik bætt sig mest á þessari leiktíð?

„Það sem ég hef bætt mig mest í á þessu tímabili er líklega tæknilegi þátturinn og lærði maður einnig helling að fá ekki það sem maður átti skilið."

Spilaði Patrik með varaliði félagsins í vetur?

„Ég spilaði alltaf reglulega með varaliðinu og aðalega í stærri leikjunum eins og gegn Chealse, Arsenal, aðalliðum í League One og í bikarkeppnum neðri deildanna. Það allt gékk mjög vel og lærði maður helling að spila við bæði stærri liðin og gegn fullorðnum mönnum."

Hemmi spilaði stóran þátt í að fá Patrik til Southend
Patrik var lánaður til Southend, sem leikur í C-deildinni, sem neyðarúrræði í febrúar og endar á að vera hjá félaginu í tæpan mánuð. Hvernig kemur til að Southend leitast eftir því að fá Patrik?

„Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og þurfti liðið markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust."

Var engin spurning að hoppa á þetta þegar tækifærið kom?

„Þegar þetta kom upp þá var engin spurning að hoppa á þetta tækifæri. Þeir eru í gríðalega sterkri deild, einni deild fyrir neðan Brentford þannig þetta var engin spurning."

Gríðarlega mikilvæg reynsla upp á framtíðina að gera
Hvernig ekk hjá Southend og hvernig lítur Patrik á þessa reynslu?

„Heilt yfir gékk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einugis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynlu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni."

Hvernig var ástandið hjá félaginu og andrúmsloftið?

„Eins og hefur komið fram víða þá eru peningavandræði en það er hjá flestum liðum í neðri deildunum eins og ástandið er í dag. En mér fannst bæði leikmenninri og þjáfararnir virkilega skemmtilegir og frábærir hvernig þeir tækluðu stöðuna."

Gott að fá smjörþefinn af A-landsliðinu
Patrik var einn þriggja markvarða sem voru valdir í A-landsliðsverkefnið í Bandaríkjunum í janúar. Hvernig var að fá skilaboðin um að hann yrði í hópnum, hvernig var ferðin og vissi hann að Hannes myndi spila báða leikina?

„Að fá skilaboðin var virkilega skemmtilegt og ég varð mjög stoltur að fá þessar fréttir. Ferðin í heild sinni var bara mjög góð, bæði skemmtileg og góð reynsla fyrir mann. Það var gott að fá svona æfingaferð til að kynnast hlutunum og læra hvernig Erik (Hamrén) og Freysi (Alexandersson) vilja spila."

„Við vorum látnir vita eftir fyrri leikinn að Hannes (Þór Halldórsson) þyrfti að fá alvöru mínútur fyrir umspilsleikina sem áttu að vera í mars. En auðvitað hefði verið gaman að fá fyrsta leikinn."


Væri gott að fara aftur á lán
Patrik var að lokum spurður í næsta tímabil. Langar hann að fara á lán?

„Markmiðið fyrir næsta tímabil er annað hvort að vera varamarkmaður eða að fara á lán strax í upphafi leiktíðar. Eftir að hafa fengið nokkra leiki með Southend í C-deildinni veit ég að maður lærir helling á því."

Hvað langar hann að afreka sem markvörður þegar hann horfir lengra inn í framtíðina?

„Það sem ég vill afreka hjá Brentford næstu árin er að vinna mér inn sæti í byrjunarliðinu og auðvitað væri gaman að fá að spila mína fyrstu A-landsleiki," sagði Patrik að lokum.

Sjá einnig:
Úr Inkasso í Championship-deildina á innan við ári
Hin hliðin - Patrik Gunnarsson (Brentford)
Athugasemdir
banner
banner