Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric fer frá Real Madrid (Staðfest)
Luka Modric.
Luka Modric.
Mynd: EPA
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric mun yfirgefa Real Madrid þegar samningur hans við félagið rennur út. Hann mun spila með félaginu á HM félagsliða og fara svo eftir það.

Spænska stórveldið hefur staðfest þessi tíðindi.

Hans síðasti deildarleikur með Real Madrid verður gegn Real Sociedad á laugardag og svo ferðast Króatinn með liðinu yfir til Bandaríkjanna fyrir HM félagsliða.

Hinn 39 ára gamli Modric skrifaði undir eins árs framlengingu á samningi sínum í fyrra og mun ekki framlengja þann samning.

Modric hefur alls unnið 28 bikara með Real Madrid en það er spurning hvað hann gerir næst; hvort skórnir fari upp á hillu eða hvað.
Athugasemdir
banner