Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís mun spila með Íslandsmeistara
Kvenaboltinn
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir gekk í raðir Angel City í Bandaríkjunum í gær.

Hún skrifaði undir samning til 2027 við félagið sem er tiltölulega nýtt af nálinni.

Það er athyglisvert að hjá Angel City mun Sveindís leika með leikmanni sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil. Sú heitir Mary Alice Vignola og er vinstri bakvörður.

Eftir að hafa lokið háskólanámi þá kom Mary Alice hingað til lands og spilaði með bæði Þrótti og Val.

Hún varð Íslandsmeistari með Valskonum sumarið 2021.

En síðan í lok árs 2021 hefur hún verið á mála hjá Angel City og mun hún þar spila með Sveindísi.

Þess má til gamans geta að Katie Cousins, núverandi leikmaður Þróttar, spilaði með Angel City 2022. Hún kom við sögu í einum leik með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner