Agnar Óli Grétarsson gekk á dögunum í raðir KA en Agnar Óli, sem er 16 ára gamall, kemur til félagsins frá KF.
Agnar skrifaði undir samning sem gildir út sumarið 2027.
Agnar skrifaði undir samning sem gildir út sumarið 2027.
Agnar hefur þegar leikið 20 leiki í 2. deild auk þess sem hann hefur komið við sögu í þremur bikarleikjum fyrir KF. Í þessum leikjum hefur hann skorað þrjú mörk.
„Hann lék alla þessa leiki þegar hann var enn í 3. flokki og vakti athygli fyrir ósérhlífni og baráttugleði. Það má segja að hann sé sterkur "target striker" af gamla skólanum sem getur orðið öflugur leikmaður ef hann æfir vel næstu árin," segir í tilkynningu KA.
Agnar verður lánaður aftur til KF í sumar þar sem hann mun spila með meistaraflokksliði þeirra ásamt því að spila með sameiginlegu 2. flokks liði KA.
„Agnar verði lánaður aftur til KF í sumar þar sem hann mun spila með meistaraflokksliði þeirra ásamt því að spila með sameiginlegu 2. flokks liði KA."
Athugasemdir