Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 24. júní 2019 22:33
Mist Rúnarsdóttir
Ída Marín: Setti mér markmið um að skora 10
Kvenaboltinn
Ída Marín var öflug í liði Fylkis í kvöld
Ída Marín var öflug í liði Fylkis í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum steinsofandi í fyrri hálfleik en fengum alveg nokkur færi og þær líka. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt þó við höfum verið meira með boltann,“ sagði Fylkiskonan Ída Marín Hermannsdóttir í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Selfoss.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Selfoss

„Ég hélt að við værum vel stemmdar en síðan mættum við ekki til leiks en mér fannst við alveg vera góðar í seinni,“ sagði Ída Marín en Fylkisliðið var í brasi í fyrri hálfleik og mögulega heppið að vera ekki undir þegar flautað var til hálfleiks.

Á lokamínútu fyrri hálfleiksins fengu Fylkiskonur dæmda vítaspyrnu þegar Ída Marín féll við í teignum. Frá stúkunni séð virtist þetta rangur dómur en Ída Marín var ekki sammála því.

„Já, alltaf víti,“ svaraði hún þegar hún var spurð um hvort rétt hefði verið að dæma vítaspyrnu. Ída Marín fór svo sjálf á punktinn og skoraði sitt fjórða mark í sumar.

„ Ég var 100% á því að ég myndi skora. Ég skipti reyndar um horn á síðustu stundu því ég sá hana færa sig.“

Aðspurð um markmið sín varðandi markaskorun svaraði leikmaðurinn efnilegi:

„Ég setti mér markmið um að skora tíu og vonandi næ ég því. En ég vona líka bara að við höldum okkur uppi og okkur gangi vel.“

Nánar er rætt við Ídu Marín í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner