Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 24. júní 2019 22:33
Mist Rúnarsdóttir
Ída Marín: Setti mér markmið um að skora 10
Kvenaboltinn
Ída Marín var öflug í liði Fylkis í kvöld
Ída Marín var öflug í liði Fylkis í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum steinsofandi í fyrri hálfleik en fengum alveg nokkur færi og þær líka. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt þó við höfum verið meira með boltann,“ sagði Fylkiskonan Ída Marín Hermannsdóttir í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Selfoss.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Selfoss

„Ég hélt að við værum vel stemmdar en síðan mættum við ekki til leiks en mér fannst við alveg vera góðar í seinni,“ sagði Ída Marín en Fylkisliðið var í brasi í fyrri hálfleik og mögulega heppið að vera ekki undir þegar flautað var til hálfleiks.

Á lokamínútu fyrri hálfleiksins fengu Fylkiskonur dæmda vítaspyrnu þegar Ída Marín féll við í teignum. Frá stúkunni séð virtist þetta rangur dómur en Ída Marín var ekki sammála því.

„Já, alltaf víti,“ svaraði hún þegar hún var spurð um hvort rétt hefði verið að dæma vítaspyrnu. Ída Marín fór svo sjálf á punktinn og skoraði sitt fjórða mark í sumar.

„ Ég var 100% á því að ég myndi skora. Ég skipti reyndar um horn á síðustu stundu því ég sá hana færa sig.“

Aðspurð um markmið sín varðandi markaskorun svaraði leikmaðurinn efnilegi:

„Ég setti mér markmið um að skora tíu og vonandi næ ég því. En ég vona líka bara að við höldum okkur uppi og okkur gangi vel.“

Nánar er rætt við Ídu Marín í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner