Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 9. umferð - Átti sig ekki á hversu góð hún er
Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Selma Dögg Björgvinsdóttir.
Selma Dögg Björgvinsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir er sterkasti leikmaður 9. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Selma var stórkostleg þegar Víkingur vann býsna óvæntan sigur á Breiðabliki á dögunum. Víkingar urðu þar með fyrsta liðið til að leggja Blika að velli.

„Skorar markið sem reyndist sigurmarkið og átti glæsilega sendingu á Sigdísi í því fyrra. Þess utan var hún baráttuglöð og leiddi með fordæmi sem fyrirliði liðsins," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Selma, sem er fædd árið 1997, gekk í raðir Víkings fyrir tímabilið í fyrra eftir að hafa leikið með Val og FH. Hún hefur reynst gríðarlega mikill happafengur fyrir Víkinga og er algjör máttarstólpi á miðju liðsins.

„Ég held að venjulegt fólk átti sig ekki á því hversu góð Selma Dögg er. Ég mæli með að fólk horfi nokkrum sinnum á markið sem hún skoraði í kvöld," skrifaði fótboltaþjálfarinn Einar Guðnason á X eftir leik Víkings og Blika en það er vel hægt að taka undir það.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sterkastar í fyrri umferðum
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)


Athugasemdir
banner
banner