Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkust í 8. umferð - Komið frábærlega til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir er sterkasti leikmaður 8. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Jasmín Erla var frábær þegar Valur vann öruggan sigur á Fylki í Árbænum.

Jasmín er fyrrum leikmaður Fylkis og má segja að hún hafi leikið sitt fyrrum lið grátt. Hún var að spila þriðja leik eftir mánaðarfjarveru vegna höfuðmeiðsla. Hún skoraði tvennu gegn Grindavík í bikarnum og fylgdi á eftir því með marki og stoðsendingu gegn Fylki.

„Leggur upp og skorar í dag. Gat svosem valið alla sóknarlínu Vals en hún stóð upp úr og fær þessa viðurkenningu frá mér. Kom alltaf hætta frá henni í dag," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslunni eftir leik.

Jasmín hefur fjórum sinnum í sumar verið valin í úrvalslið umferðarinnar og er nú sú sterkasta í fyrsta skiptið.

Jasmín er 25 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem gekk í raðir Vals frá Stjörnunni fyrir tímabilið. Hún hefur skorað fjögur mörk í sex deildarleikjum og tvö mörk í einum bikarleik í sumar. Auk þess hefur hún átt stóran þátt í fleiri mörkum.

Hún ræddi um meiðsli sín og skiptin til Vals í skemmtilegu viðtali við Guðmund Aðalstein fyrr í þessum mánuði. Það viðtal má nálgast hér að neðan.

Sterkastar í fyrri umferðum
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)


Guðrún Elísabet og Jasmín: Heiður að taka þátt í vegferðinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner