PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
banner
   mán 24. júní 2024 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið kvöldsins: Tíu breytingar hjá Spánverjum - Fara Króatar heim?
Luka Modric og félagar þurfa sigur
Luka Modric og félagar þurfa sigur
Mynd: EPA
Luis de la Fuente gerir tíu breytingar á liði Spánverja
Luis de la Fuente gerir tíu breytingar á liði Spánverja
Mynd: Getty Images
B-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi lýkur í kvöld með tveimur leikjum en Króatar eiga í hættu á að vera sendir heim. Luis de La Fuente, þjálfari Spánverja, gerir þá tíu breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Albaníu. Leikirnir hefjast klukkan 19:00.

Króatía er aðeins með eitt stig eftir tvo leiki en þjóðin mætir Ítalíu í Leipzig klukkan 19:00.

Ítalía er með 3 stig í öðru sæti en Spánverjar á toppnu með 6 stig á meðan Albanar eru í 3. sæti með 1 stig eins og Króatar.

Zlatko Dalic, þjálfari Króata, gerir þrjár breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Albaníu. Luka Sucic, Marin Pongracic og Josip Stanisic koma allir inn í liðið.

Þá gerir Luciano Spalletti einnig þrjár breytingar á ítalska liðinu en þeir Mateo Retegui, Matteo Darmian og Giacomo Raspadori koma allir inn fyrir þá Federico Chiesa, Gianluca Scamacca og Davide Frattesi.

Króatía: Livakovi?, Staniši?, Šutalo, Pongra?i?, Gvardiol, Modri?, Brozovi?, Kova?i?, Su?i?, Kramari?, Pašali?.

Ítalía: Donnarumma, Di Lorenzo, Bastoni, Calafiori, Darmian, Barella, Jorginho, Raspadori, Pellegrini, Dimarco, Retegui.

Spánn mætir á meðan Albaníu. Luis de la Fuente, þjálfari Spánar, gerir tíu breytingar á liði sínu og ætlar greinilega að hvíla þá bestu fyrir 16-liða úrslitin.

David Raya er í markinu. Alex Grimaldo, Dani Vivian og Jesus Navas koma inn, en Navas er með fyrirliðabandið í leiknum í kvöld.

Mikel Merino, Dani Olmo, Martin Zubimendi, Ferran Torres, Mikel Oyarzabal og Joselu eru einnig í liðinu.

Ein breyting er á liði Albaníu en Ivan Balliu kemur inn fyrir Elseid Hysaj.

Albanía: Strakosha; Balliu, Ajeti, Djimsiti, Mitaj; Ramadani, Asllani; Asani, Bajrami, Laçi; Manaj.

Spánn: Raya; Jesus Navas, Vivian, Laporte, Grimaldo; Merino, Zubimendi; Ferran Torres, Olmo, Oyarzabal; Joselu.
Athugasemdir
banner
banner
banner