Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 08:51
Elvar Geir Magnússon
Copa America: Nunez og Pulisic á skotskónum
Nunez skoraði í nótt.
Nunez skoraði í nótt.
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: EPA
C-riðillinn í Suður-Ameríkubikarnum Copa America er farinn í gang. Úrúgvæ vann 3-1 sigur gegn Panama í leik sem fram fór í Miami og gestgjafar Bandaríkjanna byrjuðu á 2-0 sigri gegn Bólivíu í Texas.

Darwin Nunez sóknarmaður Liverpool skoraði í sigri Úrúgvæ og tvöfaldaði forystu þjóðar sinnar eftir að varnarmaðurinn Ronald Araujo hafði skorað fyrsta markið.

Vinstri bakvörðurinn Matias Vina kom Úrúgvæ þremur mörkum yfir áður en Michael Amir Murillo skoraði sárabótamark fyrir Panama.

„Mín von er að við munum vaxa og verða betri með hverjum leiknum. Úrúgvæ hefur góða leikmenn og vonandi getum við byggt á þeim," sagði Marcelo Bielsa, landsliðsþjálfari Úrúgvæ.

Úrúgvæ hefur litið vel út í aðdraganda mótsins og unnið bæði Argentínu og Brasilíu í undankeppni HM á síðustu tólf mánuðum.

Pulisic í stuði
Christian Pulisic, leikmaður AC Milan, skoraði eitt og lagði annað upp í 2-0 sigri Bandaríkjanna.

Hann kom Bandaríkjunum yfir með laglegu marki eftir aðeins þriggja mínútna leik og lagði svo upp fyrir Folarin Balogun, sóknarmann Mínakó, sem skoraði rétt fyrir hálfleik.

Leikið verður í D-riðli í kvöld. Kólumbía og Paragvæ eigast við klukkan 22:00 og svo mætast Brasilía og Kosta Ríka klukkan 1 eftir miðnætti.
Athugasemdir
banner
banner