Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. júlí 2020 23:25
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg eftir þrennuna: Skiptir engu máli hver skorar
Tvær þrennur og 10 mörk í 6 leikjum
Berglind er búin að skora tvær þrennur í sumar og er markahæst í deildinni
Berglind er búin að skora tvær þrennur í sumar og er markahæst í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég viðurkenni að við vorum pínu þreyttar í fyrri hálfleik en svo komumst við yfir og uppskárum fimm mörk og frábær þrjú stig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 5-0 sigur á Þrótti.

Yfirburðir Breiðabliks voru miklir í leiknum en fyrsta markið kom á 25. mínútu. Blikar voru mjög mikið með boltann en áttu oft erfitt með að ná skotum á markið þar sem Þróttarar fylltu oft eigin vítateig með 8-10 leikmönnum.

„Eins og sást þá var oft verið að negla í manneskjur þarna. Þetta var ansi þéttur pakki og þetta var erfitt en gaman að geta skorað fimm mörk,“ sagði Berglind sem skoraði sjálf þrennu í leiknum en þetta var önnur þrennan hennar í sumar og hún er nú markahæst í deildinni með 10 mörk. Markadrottningin vildi þó lítið gera úr afreki sínu.

„Það skiptir engu máli hver skorar þessi mörk. Bara að við vinnum þessa leiki.“

Blikaliðið er gríðarlega vel mannað fram á við en liðsfélagi Berglindar, Sveindís Jane Jónsdóttir, skoraði þrennu í síðasta leik. Blikar eru því ekki að stóla á einn leikmann í markaskorun. Hver er lykillinn að þessari dreifðu markaskorun Blika?

„Við náum að tengja mjög vel saman þarna frammi og bara allt liðið. Það skiptir engu máli hver skorar þessi mörk,“ ítrekaði Berglind Björg að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner