fös 24. júlí 2020 18:15
Aksentije Milisic
Leikir verða ekki endurteknir í enska bikarnum á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Leikir í enska bikarnum tímabilið 2020/2021 verða ekki endurteknir eins og venjan hefur verið. Þetta er gert til þess að minnka leikjaálag og auðvelda leikjaniðurröðun fyrir ensku úrvalsdeildina.

Í dag var tilkynnt að næsta tímabil á Englandi hefst aftur þann 12. september og lýkur 23. maí. Stjórar á Englandi hafa áhyggjur af fjölda leikja sem liðin þurfa á spila á næsta tímabili á þessum tíma.

Samkvæmt Mirror, þá hefur FA brugðist nú við með því að sleppa því að hafa endurtekna leiki, fari þeir jafntefli. Hins vegar gætu verið vandræði í uppsiglingu varðandi Carabao bikarinn.

Stjórar í ensku úrvalsdeildinni vilja fá leyfi til þess að nota undir 23 ára liðin sín í þessari Carabao bikarnum til þess að ná að hvíla leikmenn í aðalliðinu. Fái liðin þetta ekki í gegn gæti komið til þess að sum liðin hreinlega hóti að draga sig úr þessari keppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner