Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 24. júlí 2020 21:45
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára eftir leik númer 200: Ætlaði bara að taka eitt ár
Kvenaboltinn
Sonný hélt hreinu í kvöld eins og í öðrum leikjum sumarsins
Sonný hélt hreinu í kvöld eins og í öðrum leikjum sumarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara fínt. Góður sigur og við spiluðum vel. Vorum svolítið lengi í gang en svo létum við boltann ganga og rúlluðum sigrinum heim,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 5-0 sigur á Þrótti á heimavelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Þróttur R.

Blikar fara gríðarlega vel af stað inn í sumarið. Eru búnar að vinna fyrstu 6 leiki sína, skora 24 mörk og Sonný á enn eftir að sækja boltann í netið.

„Það er flott vörn fyrir framan mig og þetta gengur bara vel,“ sagði Sonný hógvær um frammistöðu sína í sumar en tölfræðin hennar eftir að hún kom til Breiðabliks er hrikalega góð.

Sonný var í kvöld að spila leik númer 200 fyrir Breiðablik og hélt uppá það með því að halda hreinu í enn eitt skiptið.

„Þetta er búið að vera ekkert smá gaman. Ég ætlaði nú bara að fara eitt ár í Breiðablik og svo ætlaði ég að hætta. En þetta er sjötta árið mitt!“ sagði Sonný sem fannst of gaman í boltanum til að hætta eftir fyrsta tímabilið í Kópavogi.

Við spurðum fyrirliðann að lokum út í sóknarlínu Breiðabliks en liðið hefur verið að skora mörk í öllum regnbogans litum.

„Ég væri ekki til í að fá þær á mig allavega. Þá væri ég örugglega ekki með clean sheet sko,“ sagði Sonný létt. „Þær eru ótrúlega flottar, með mikil gæði og það er gaman að horfa á þær.“

Nánar er rætt við markmanninn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner