Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   fös 24. júlí 2020 21:45
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára eftir leik númer 200: Ætlaði bara að taka eitt ár
Kvenaboltinn
Sonný hélt hreinu í kvöld eins og í öðrum leikjum sumarsins
Sonný hélt hreinu í kvöld eins og í öðrum leikjum sumarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara fínt. Góður sigur og við spiluðum vel. Vorum svolítið lengi í gang en svo létum við boltann ganga og rúlluðum sigrinum heim,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 5-0 sigur á Þrótti á heimavelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Þróttur R.

Blikar fara gríðarlega vel af stað inn í sumarið. Eru búnar að vinna fyrstu 6 leiki sína, skora 24 mörk og Sonný á enn eftir að sækja boltann í netið.

„Það er flott vörn fyrir framan mig og þetta gengur bara vel,“ sagði Sonný hógvær um frammistöðu sína í sumar en tölfræðin hennar eftir að hún kom til Breiðabliks er hrikalega góð.

Sonný var í kvöld að spila leik númer 200 fyrir Breiðablik og hélt uppá það með því að halda hreinu í enn eitt skiptið.

„Þetta er búið að vera ekkert smá gaman. Ég ætlaði nú bara að fara eitt ár í Breiðablik og svo ætlaði ég að hætta. En þetta er sjötta árið mitt!“ sagði Sonný sem fannst of gaman í boltanum til að hætta eftir fyrsta tímabilið í Kópavogi.

Við spurðum fyrirliðann að lokum út í sóknarlínu Breiðabliks en liðið hefur verið að skora mörk í öllum regnbogans litum.

„Ég væri ekki til í að fá þær á mig allavega. Þá væri ég örugglega ekki með clean sheet sko,“ sagði Sonný létt. „Þær eru ótrúlega flottar, með mikil gæði og það er gaman að horfa á þær.“

Nánar er rætt við markmanninn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner