Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 24. júlí 2020 21:45
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára eftir leik númer 200: Ætlaði bara að taka eitt ár
Sonný hélt hreinu í kvöld eins og í öðrum leikjum sumarsins
Sonný hélt hreinu í kvöld eins og í öðrum leikjum sumarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara fínt. Góður sigur og við spiluðum vel. Vorum svolítið lengi í gang en svo létum við boltann ganga og rúlluðum sigrinum heim,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 5-0 sigur á Þrótti á heimavelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Þróttur R.

Blikar fara gríðarlega vel af stað inn í sumarið. Eru búnar að vinna fyrstu 6 leiki sína, skora 24 mörk og Sonný á enn eftir að sækja boltann í netið.

„Það er flott vörn fyrir framan mig og þetta gengur bara vel,“ sagði Sonný hógvær um frammistöðu sína í sumar en tölfræðin hennar eftir að hún kom til Breiðabliks er hrikalega góð.

Sonný var í kvöld að spila leik númer 200 fyrir Breiðablik og hélt uppá það með því að halda hreinu í enn eitt skiptið.

„Þetta er búið að vera ekkert smá gaman. Ég ætlaði nú bara að fara eitt ár í Breiðablik og svo ætlaði ég að hætta. En þetta er sjötta árið mitt!“ sagði Sonný sem fannst of gaman í boltanum til að hætta eftir fyrsta tímabilið í Kópavogi.

Við spurðum fyrirliðann að lokum út í sóknarlínu Breiðabliks en liðið hefur verið að skora mörk í öllum regnbogans litum.

„Ég væri ekki til í að fá þær á mig allavega. Þá væri ég örugglega ekki með clean sheet sko,“ sagði Sonný létt. „Þær eru ótrúlega flottar, með mikil gæði og það er gaman að horfa á þær.“

Nánar er rætt við markmanninn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner