Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 24. júlí 2020 21:45
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára eftir leik númer 200: Ætlaði bara að taka eitt ár
Kvenaboltinn
Sonný hélt hreinu í kvöld eins og í öðrum leikjum sumarsins
Sonný hélt hreinu í kvöld eins og í öðrum leikjum sumarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara fínt. Góður sigur og við spiluðum vel. Vorum svolítið lengi í gang en svo létum við boltann ganga og rúlluðum sigrinum heim,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 5-0 sigur á Þrótti á heimavelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Þróttur R.

Blikar fara gríðarlega vel af stað inn í sumarið. Eru búnar að vinna fyrstu 6 leiki sína, skora 24 mörk og Sonný á enn eftir að sækja boltann í netið.

„Það er flott vörn fyrir framan mig og þetta gengur bara vel,“ sagði Sonný hógvær um frammistöðu sína í sumar en tölfræðin hennar eftir að hún kom til Breiðabliks er hrikalega góð.

Sonný var í kvöld að spila leik númer 200 fyrir Breiðablik og hélt uppá það með því að halda hreinu í enn eitt skiptið.

„Þetta er búið að vera ekkert smá gaman. Ég ætlaði nú bara að fara eitt ár í Breiðablik og svo ætlaði ég að hætta. En þetta er sjötta árið mitt!“ sagði Sonný sem fannst of gaman í boltanum til að hætta eftir fyrsta tímabilið í Kópavogi.

Við spurðum fyrirliðann að lokum út í sóknarlínu Breiðabliks en liðið hefur verið að skora mörk í öllum regnbogans litum.

„Ég væri ekki til í að fá þær á mig allavega. Þá væri ég örugglega ekki með clean sheet sko,“ sagði Sonný létt. „Þær eru ótrúlega flottar, með mikil gæði og það er gaman að horfa á þær.“

Nánar er rætt við markmanninn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner