Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 24. júlí 2021 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Við elskum að spila við toppliðin
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leiðinlegt tap, kannski óþarfa tap líka. Getur vel verið að Valur hafi verið betra liðið á vellinum en við erum að gefa þeim mörk sem mér finnst vera algjör óþarfi, þetta er hundfúlt," sagði Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 tap gegn Val á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 Valur

Valur komst í 2-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki úr aukaspyrnu, Andra fannst Valsliðið hafa áhrif á dómarann þar.

„Mér fannst Valsliðið sækja þessa aukaspyrnu, ekki bara með því að detta og fá aukaspyrnuna heldur fannst mér líka að einhvern vegin náðu þær að hafa áhrif á dómarann, finnst mér allavega og hann féll í þessa gildru, aukaspyrna engu að síður og skora úr henni ég tek það ekkert af henni."

Liðið ætlaði að ná í öll stigin í dag sama þó þetta hafi verið gegn toppliðinu segir Andri.

„Fara óhræddar í leikinn, ekkert stress eða panikk eða neitt, þetta eru bara ellefu á móti ellefu og við hungraðar í sigur, það er búið að ganga ágætlega í síðustu leikjum að loka á liðin en við vildum taka þrjá punkta, við vildum gera það í dag alveg sama hver andstæðingurinn er."

Hvað fannst þér jákvætt í leik liðsins?

„Við finnum alltaf einhverja jákvæða punkta, þeir koma kannski samt þegar maður horfir á leikinn aftur þá sér maður oftast aftur ljósu punktana en já, að sjálfsögðu það er alltaf eitthvað jákvætt úr leiknum."

Það hafa verið erfiðir leikir upp á síðkastið hjá liðinu, Breiðablik næst, hvernig lýst þér á það verkefni?

„Bara vel, þær voru að spila í dag eins og við, við getum ekki talað um þreytu eða neitt slíkt. Breiðablik að sjálfsögðu með gott lið en það eru leikirnir sem við elskum að fara í, það eru toppliðin, við elskum það."
Athugasemdir
banner
banner
banner