Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 24. júlí 2021 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Við elskum að spila við toppliðin
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leiðinlegt tap, kannski óþarfa tap líka. Getur vel verið að Valur hafi verið betra liðið á vellinum en við erum að gefa þeim mörk sem mér finnst vera algjör óþarfi, þetta er hundfúlt," sagði Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 tap gegn Val á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 Valur

Valur komst í 2-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki úr aukaspyrnu, Andra fannst Valsliðið hafa áhrif á dómarann þar.

„Mér fannst Valsliðið sækja þessa aukaspyrnu, ekki bara með því að detta og fá aukaspyrnuna heldur fannst mér líka að einhvern vegin náðu þær að hafa áhrif á dómarann, finnst mér allavega og hann féll í þessa gildru, aukaspyrna engu að síður og skora úr henni ég tek það ekkert af henni."

Liðið ætlaði að ná í öll stigin í dag sama þó þetta hafi verið gegn toppliðinu segir Andri.

„Fara óhræddar í leikinn, ekkert stress eða panikk eða neitt, þetta eru bara ellefu á móti ellefu og við hungraðar í sigur, það er búið að ganga ágætlega í síðustu leikjum að loka á liðin en við vildum taka þrjá punkta, við vildum gera það í dag alveg sama hver andstæðingurinn er."

Hvað fannst þér jákvætt í leik liðsins?

„Við finnum alltaf einhverja jákvæða punkta, þeir koma kannski samt þegar maður horfir á leikinn aftur þá sér maður oftast aftur ljósu punktana en já, að sjálfsögðu það er alltaf eitthvað jákvætt úr leiknum."

Það hafa verið erfiðir leikir upp á síðkastið hjá liðinu, Breiðablik næst, hvernig lýst þér á það verkefni?

„Bara vel, þær voru að spila í dag eins og við, við getum ekki talað um þreytu eða neitt slíkt. Breiðablik að sjálfsögðu með gott lið en það eru leikirnir sem við elskum að fara í, það eru toppliðin, við elskum það."
Athugasemdir
banner