Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 24. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Drónar notaðir til að stöðva dróna á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Öryggisvandamál um allan heim hafa aukist með tilkomu lítilla dróna. Hver sem er getur átt dróna og geta sumir þeirra flogið í fleiri hundruð metra hæð og jafnvel nokkurra kílómetra.


Þeir eru notaðir fyrir ýmsar hugmyndir og hafa hryðjuverkamenn til að mynda notað dróna til að framkvæma árásir.

Öryggisnefndin fyrir HM í Katar veit allt um þessa hættu og verður með nokkra varnardróna á hverjum leikvangi. Þessir drónar eru sérhannaðir til að fanga aðra fljúgandi dróna með kaðli eða neti.

Það er enginn sem stýrir varnardrónunum heldur eru þeir sjálfstýrðir og nýta sér háþróað ratsjárkerfi til að finna og stöðva dróna sem fljúga um svæðið í leyfisleysi.


Athugasemdir
banner
banner