Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. júlí 2022 13:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kostaði 10 milljónir í janúar en er nú á förum
Mynd: Getty Images

Nathan Patterson gekk til liðs við Everotn frá Rangers í janúar þegar Rafa Benitez var enn við stjórnvölin. Þessi tvítugi hægri bakvörður kostaði í kringum 10 milljónir punda.


Hann hefur hins vegar ekki náð að brjóta sér leið í byrjunarliðið en hann fékk aðeins tækifæri í einum leik í vetur. Frank Lampard stjóri Everton er sagður vera í leit af nýjum bakverði.

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla eru mörg lið í Championship deildinni á eftir honum.

Hann lék 27 leiki fyrir Rangers og á að baki 10 landsleiki fyrir Skotland.


Athugasemdir
banner
banner