Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 24. júlí 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha með glæsilegt sigurmark í El Clasico

Real Madrid 0 - 1 Barcelona
0-1 Raphinha ('27)


Brasilíski kantmaðurinn Raphinha spilaði sinn annan leik fyrir Barcelona í dag eftir að hafa skorað eitt og lagt upp tvö í æfingaleik gegn Inter Miami á dögunum.

Í dag spilaði hann við Real Madrid þar sem bæði lið mættu til leiks með ógnarsterk byrjunarlið og var hart barist í þessum óvinalega æfingaleik.

Átök voru næstum búin að brjótast út nokkrum sinnum en það var eitt mark sem réði úrslitum - glæsimark frá Raphinha eftir 27 mínútna leik. Markið skoraði hann eftir vandræðagang í vörn Real sem höndlaði ekki hápressu Börsunga.

Bæði lið fengu nokkur dauðafæri í leiknum og með ólíkindum að fleiri mörk hafi ekki verið skoruð en niðurstaðan 0-1 sigur Barcelona, þökk sé Raphinha sem hefur farið feykivel af stað og Thibaut Courtois sem hélt Real inni í leiknum á lokakaflanum.

Sjáðu glæsimark Raphinha

Sjáðu klúður Camavinga og Ansu Fati

Sjáðu bylmingsskot Valverde í stöngina




Athugasemdir
banner