Sádi-arabíska stórveldið Al-Ittihad er búið að festa kaup á franska kantmanninum Moussa Diaby og bætist hann við stjörnum prýddan leikmannahóp liðsins.
Al-Ittihad borgar um 50 milljónir punda til að kaupa Diaby úr röðum Aston Villa, þar sem hann kom við sögu í hverjum einasta úrvalsdeildarleik liðsins á síðustu leiktíð.
Diaby kom að 19 mörkum í 54 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Aston Villa og gæti hann gert magnaða hluti í Sádi-Arabíu.
Diaby mun spila í sterku byrjunarliði Al-Ittihad ásamt mönnum á borð við Fabinho, N'Golo Kanté, Karim Benzema og Jota.
Al-Ittihad er nýlega búið að ráða Laurent Blanc sem þjálfara og krækti félagið sér um leið í miðjumanninn sóknarsinnaða Houssem Aouar frá Roma.
Diaby is a Tiger ????
— Ittihad Club (@ittihad_en) July 24, 2024
pic.twitter.com/ddqAFQ99cj
Athugasemdir