Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 24. júlí 2024 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Diaby kominn til Al-Ittihad (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sádi-arabíska stórveldið Al-Ittihad er búið að festa kaup á franska kantmanninum Moussa Diaby og bætist hann við stjörnum prýddan leikmannahóp liðsins.

Al-Ittihad borgar um 50 milljónir punda til að kaupa Diaby úr röðum Aston Villa, þar sem hann kom við sögu í hverjum einasta úrvalsdeildarleik liðsins á síðustu leiktíð.

Diaby kom að 19 mörkum í 54 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Aston Villa og gæti hann gert magnaða hluti í Sádi-Arabíu.

Diaby mun spila í sterku byrjunarliði Al-Ittihad ásamt mönnum á borð við Fabinho, N'Golo Kanté, Karim Benzema og Jota.

Al-Ittihad er nýlega búið að ráða Laurent Blanc sem þjálfara og krækti félagið sér um leið í miðjumanninn sóknarsinnaða Houssem Aouar frá Roma.


Athugasemdir
banner