Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   mið 24. júlí 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram í viðræðum við Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breki Baldursson gæti verið á leið til danska félagsins Esbjerg frá Fram. Miðjumaðurinn efnilegi fór á reynslu til félagsins fyrr í sumar og stóð sig vel.

Breki verður átján ára í næsta mánuði en hann er meðal efnilegustu miðjumanna landsins og hefur spilað tólf landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann vakti athygli í fyrra þegar hann spilaði sautján leiki fyrir Fram í Bestu deildinni og á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í sex leikjum í deildinni og tveimur í bikarnum.

„Þeir hafa mikinn áhuga. Við erum í viðræðum við þá sem ganga vel. Þeir buðu honum á reynslu og hann stóð sig mjög vel," sagði Daði Guðmundsson við Fótbolta.net í dag. Daði er framkvæmdastjóri fótboltadeildar Fram. Breki er samningsbundinn Fram út árið 2026.

Esbjerg leikur í dönsku B-deildinni. Álaborg og Heerenveen hafa einnig sýnt Breka áhuga samkvæmt heimildum Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner