Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   lau 24. ágúst 2024 21:15
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 19. umferðar - Klettur í vörninni
Lengjudeildin
Arnór Gauti Úlfarsson er leikmaður umferðarinnar.
Arnór Gauti Úlfarsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shkelzen Veseli (til hægri) skoraði tvö gegn Þór.
Shkelzen Veseli (til hægri) skoraði tvö gegn Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kaj Leo í Bartalsstovu.
Kaj Leo í Bartalsstovu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
19. umferð Lengjudeildarinnar lauk í dag og virðist fátt geta komið í veg fyrir að Grótta og Dalvík/Reynir falli úr deildinni.

Umferðin hófst með tveimur leikjum á fimmtudag. ÍR er án ósigurs í sex umferðum í röð og steig skref í átt að umspilinu með því að vinna 2-1 útisigur gegn Fjölni. Renato Punyed átti flottan leik fyrir Breiðhyltinga.

Leikmaður umferðarinnar:
Arnór Gauti Úlfarsson - ÍR
„Arnór var klettur í vörninni í dag, fór lítið sem ekkert framhjá honum, og kom boltanum frá sér virkilega vel," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net um frammistöðu Arnórs en hann og Marc McAusland hafa myndað gríðarlega öflugt miðvarðapar í sumar.



Njarðvík fagnar 80 ára afmæli sínu og vann langþráðan sigur þegar liðið lagði Gróttu 1-0. Kaj Leo Í Bartalstovu réði úrslitum leiksins með eina marki hans. Njarðvíkingar eru í þriðja sæti.

Þar sem Fjölnir tapaði á fimmtudag þá heldur ÍBV toppsætinu þrátt fyrir tap gegn Aftureldingu 2-3 í dag. Jökull Andrésson markvörður var maður leiksins en Mosfellingar eru í harðri baráttu um umspilssæti. Georg Bjarnason er einnig í liði umferðarinnar og Magnús Már Einarsson þjálfari umferðarinnar eftir þriðja sigurinn í röð.

Eftir góða stigasöfnun síðustu vikur voru Keflvíkingar stöðvaðir í Laugardal. Liam Daði Jeffs var meðal markaskorara í 3-2 sigri Þróttar. Fyrirliðinn Eiríkur Þorsteinsson Blöndal var drjúgur.

Leiknir hefur svo gott sem tryggt sér áframhaldandi veru í deildinni eftir 5-1 stórsigur gegn Þór Akureyri sem hefur gengið bölvanlega. Shkelzen Veseli átti frábæran leik fyrir Leikni, með tvö mörk og stoðsendingu. Sindri Björnsson var öflugur á miðsvæðinu.

Grindvíkingar tryggðu sér áframhaldandi veru með 7-1 útisigri gegn botnliði Dalvíkur/Reynis. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og Ion Perelló var sífellt ógnandi.

Fyrri úrvalslið:
18. umferð - Frans Elvarsson (Keflavík)
17. umferð - Aron Jóhannsson (Afturelding)
16. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner