Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
banner
   sun 24. september 2017 16:38
Elvar Geir Magnússon
Milos: Hefur verið besta ár lífs míns
Milos á hliðarlínunni.
Milos á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, viðurkennir að það sé mikill léttir að liðið hafi innsiglað áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 ÍBV

„Það er skylda hjá Breiðabliki að vera í deild þeirra bestu. Miðað við hvernig sumarið þróaðist eigum við að vera ánægðir. Blikar eru væntanlega ekki sáttir við tímabilið en það þarf að greina þetta mjög vel, ekki bara úrslitin," segir Milos.

Hann segir að sjálfstraustið innan Blikaliðsins hafi ekki verið gott.

Sparkspekingar gera ráð fyrir því að Milos haldi ekki áfram sem þjálfari Blika eftir tímabilið.

„Ég lifi á minni vinnu. Til að ég haldi áfram þá verða báðir aðilar að vera tilbúnir í það. Þetta ár hefur ekki verið eftir uppskrift en hefur samt verið besta ár lífs míns. Ég varð pabbi í fyrsta sinn. Það eru aðrir hlutir í þessu. Eins og hvort ég verði áfram á Íslandi. Minn samningur er til 16. október, ég hef ekki verið rekinn ennþá."

Milos segist ekki vera stressaður fyrir því hvað framtíðin mun bera í skauti sér en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner