Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanni
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
   sun 24. september 2017 16:38
Elvar Geir Magnússon
Milos: Hefur verið besta ár lífs míns
Milos á hliðarlínunni.
Milos á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, viðurkennir að það sé mikill léttir að liðið hafi innsiglað áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 ÍBV

„Það er skylda hjá Breiðabliki að vera í deild þeirra bestu. Miðað við hvernig sumarið þróaðist eigum við að vera ánægðir. Blikar eru væntanlega ekki sáttir við tímabilið en það þarf að greina þetta mjög vel, ekki bara úrslitin," segir Milos.

Hann segir að sjálfstraustið innan Blikaliðsins hafi ekki verið gott.

Sparkspekingar gera ráð fyrir því að Milos haldi ekki áfram sem þjálfari Blika eftir tímabilið.

„Ég lifi á minni vinnu. Til að ég haldi áfram þá verða báðir aðilar að vera tilbúnir í það. Þetta ár hefur ekki verið eftir uppskrift en hefur samt verið besta ár lífs míns. Ég varð pabbi í fyrsta sinn. Það eru aðrir hlutir í þessu. Eins og hvort ég verði áfram á Íslandi. Minn samningur er til 16. október, ég hef ekki verið rekinn ennþá."

Milos segist ekki vera stressaður fyrir því hvað framtíðin mun bera í skauti sér en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner