Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   fim 24. september 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Erum á þeirri vegferð að búa til gott lið í Grafarvogi
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er því miður sama sagan hjá okkur aftur og aftur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-3 tap á heimavelli gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Það vantar kannski trú, kannski gæði fyrir framan markið en það vill ekki detta fyrir okkur. Fyrir utan byrjunina á leiknum... þá fannst mér við spila vel í dag. Boltinn gekk vel, við héldum vel í boltann, sköpuðum okkur fullt af mjög góðum færum og spiluðum nógu vel til að vinna þennna leik sannfærandi. En við nýttum ekkert af færunum og þá þróast leikurinn þannig að við opnum okkur undir lokin og bjóðum hættunni heim til þess að reyna að skora eitthvað," sagði Ásmundur.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Ég held ég hafi sagt þetta nokkrum sinnum áður, ágætis leikur og ágætis frammistaða en ekki nóg til þess að vinna."

Fjölnir er á botninum níu stigum frá öruggu sæti eins og staðan er núna. Verður Ási áfram með liðið á næstu leiktíð?

„Já, það er alla vega ekkert annað í stöðunni. Samningurinn er út næsta ár og samvinna og samtölin eru þannig að menn eru að skoða hvað við getum gert í framhaldinu hvað sem verður. Það verður að halda áfrma að bæta mannskapinn, bæta hópinn og bæta spilamennskuna. Á þeirri vegferð erum við, að búa til gott lið í Grafarvoginum."

Fjölnir er með sterka yngri flokka. „Við erum að reyna að þétta hópinn af heimamönnum og reynum að búa til sterkt lið með kjarna af leikmönnum sem eru hér uppaldir. Það eru að koma mikið af spennandi og efnilegum strákum upp sem félagið þarf að halda vel utan um. Því miður hefur sagan verið þannig að menn eru full fljótir á sér að færa sig um set um leið og menn fara að skína. Það er mikilvægt að hér sé haldið vel á spöðunum."

Ítarlegt viðtal er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner