Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 24. september 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Erum á þeirri vegferð að búa til gott lið í Grafarvogi
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er því miður sama sagan hjá okkur aftur og aftur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-3 tap á heimavelli gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Það vantar kannski trú, kannski gæði fyrir framan markið en það vill ekki detta fyrir okkur. Fyrir utan byrjunina á leiknum... þá fannst mér við spila vel í dag. Boltinn gekk vel, við héldum vel í boltann, sköpuðum okkur fullt af mjög góðum færum og spiluðum nógu vel til að vinna þennna leik sannfærandi. En við nýttum ekkert af færunum og þá þróast leikurinn þannig að við opnum okkur undir lokin og bjóðum hættunni heim til þess að reyna að skora eitthvað," sagði Ásmundur.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Ég held ég hafi sagt þetta nokkrum sinnum áður, ágætis leikur og ágætis frammistaða en ekki nóg til þess að vinna."

Fjölnir er á botninum níu stigum frá öruggu sæti eins og staðan er núna. Verður Ási áfram með liðið á næstu leiktíð?

„Já, það er alla vega ekkert annað í stöðunni. Samningurinn er út næsta ár og samvinna og samtölin eru þannig að menn eru að skoða hvað við getum gert í framhaldinu hvað sem verður. Það verður að halda áfrma að bæta mannskapinn, bæta hópinn og bæta spilamennskuna. Á þeirri vegferð erum við, að búa til gott lið í Grafarvoginum."

Fjölnir er með sterka yngri flokka. „Við erum að reyna að þétta hópinn af heimamönnum og reynum að búa til sterkt lið með kjarna af leikmönnum sem eru hér uppaldir. Það eru að koma mikið af spennandi og efnilegum strákum upp sem félagið þarf að halda vel utan um. Því miður hefur sagan verið þannig að menn eru full fljótir á sér að færa sig um set um leið og menn fara að skína. Það er mikilvægt að hér sé haldið vel á spöðunum."

Ítarlegt viðtal er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner