Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fim 24. september 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Erum á þeirri vegferð að búa til gott lið í Grafarvogi
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er því miður sama sagan hjá okkur aftur og aftur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-3 tap á heimavelli gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Það vantar kannski trú, kannski gæði fyrir framan markið en það vill ekki detta fyrir okkur. Fyrir utan byrjunina á leiknum... þá fannst mér við spila vel í dag. Boltinn gekk vel, við héldum vel í boltann, sköpuðum okkur fullt af mjög góðum færum og spiluðum nógu vel til að vinna þennna leik sannfærandi. En við nýttum ekkert af færunum og þá þróast leikurinn þannig að við opnum okkur undir lokin og bjóðum hættunni heim til þess að reyna að skora eitthvað," sagði Ásmundur.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Ég held ég hafi sagt þetta nokkrum sinnum áður, ágætis leikur og ágætis frammistaða en ekki nóg til þess að vinna."

Fjölnir er á botninum níu stigum frá öruggu sæti eins og staðan er núna. Verður Ási áfram með liðið á næstu leiktíð?

„Já, það er alla vega ekkert annað í stöðunni. Samningurinn er út næsta ár og samvinna og samtölin eru þannig að menn eru að skoða hvað við getum gert í framhaldinu hvað sem verður. Það verður að halda áfrma að bæta mannskapinn, bæta hópinn og bæta spilamennskuna. Á þeirri vegferð erum við, að búa til gott lið í Grafarvoginum."

Fjölnir er með sterka yngri flokka. „Við erum að reyna að þétta hópinn af heimamönnum og reynum að búa til sterkt lið með kjarna af leikmönnum sem eru hér uppaldir. Það eru að koma mikið af spennandi og efnilegum strákum upp sem félagið þarf að halda vel utan um. Því miður hefur sagan verið þannig að menn eru full fljótir á sér að færa sig um set um leið og menn fara að skína. Það er mikilvægt að hér sé haldið vel á spöðunum."

Ítarlegt viðtal er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner