Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 24. september 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Erum á þeirri vegferð að búa til gott lið í Grafarvogi
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er því miður sama sagan hjá okkur aftur og aftur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-3 tap á heimavelli gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Það vantar kannski trú, kannski gæði fyrir framan markið en það vill ekki detta fyrir okkur. Fyrir utan byrjunina á leiknum... þá fannst mér við spila vel í dag. Boltinn gekk vel, við héldum vel í boltann, sköpuðum okkur fullt af mjög góðum færum og spiluðum nógu vel til að vinna þennna leik sannfærandi. En við nýttum ekkert af færunum og þá þróast leikurinn þannig að við opnum okkur undir lokin og bjóðum hættunni heim til þess að reyna að skora eitthvað," sagði Ásmundur.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Ég held ég hafi sagt þetta nokkrum sinnum áður, ágætis leikur og ágætis frammistaða en ekki nóg til þess að vinna."

Fjölnir er á botninum níu stigum frá öruggu sæti eins og staðan er núna. Verður Ási áfram með liðið á næstu leiktíð?

„Já, það er alla vega ekkert annað í stöðunni. Samningurinn er út næsta ár og samvinna og samtölin eru þannig að menn eru að skoða hvað við getum gert í framhaldinu hvað sem verður. Það verður að halda áfrma að bæta mannskapinn, bæta hópinn og bæta spilamennskuna. Á þeirri vegferð erum við, að búa til gott lið í Grafarvoginum."

Fjölnir er með sterka yngri flokka. „Við erum að reyna að þétta hópinn af heimamönnum og reynum að búa til sterkt lið með kjarna af leikmönnum sem eru hér uppaldir. Það eru að koma mikið af spennandi og efnilegum strákum upp sem félagið þarf að halda vel utan um. Því miður hefur sagan verið þannig að menn eru full fljótir á sér að færa sig um set um leið og menn fara að skína. Það er mikilvægt að hér sé haldið vel á spöðunum."

Ítarlegt viðtal er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner