Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Liverpool skoraði sjö í sigri á Lincoln
Liverpool fór með sigur af hólmi gegn Lincoln.
Liverpool fór með sigur af hólmi gegn Lincoln.
Mynd: Getty Images
Liam Delap, sonur Rory Delap, skoraði fyrir Man City.
Liam Delap, sonur Rory Delap, skoraði fyrir Man City.
Mynd: Getty Images
Það voru öll úrslit eftir bókinni í enska deildabikarnum í kvöld. Það var leikið í þriðju umferð bikarkeppninnar.

Liverpool mætti C-deildarliðinu Lincoln á útivelli og lék á als oddi. Virgil van Dijk var sá eini sem hélt sæti sínu í byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Chelsea um síðustu helgi, en drengirnir sem komu inn í liðið stóðu sig mjög vel.

Xherdan Shaqiri kom Liverpool á bragðið og Takumi Minamino gerði annað markið stuttu síðar. Curtis Jones gerði tvö mörk fyrir leikhlé og var staðan 4-0 í hálfleik.

Minamino gerði annað mark sitt í byrjun seinni hálfleiks. Lincoln minnkaði muninn áður en Marko Grujic gerði sjötta mark Liverpool. Lincoln minnkaði aftur muninn en Divock Origi sá til þess að gestirnir unnu seinni hálfleikinn 3-2, og leikinn 7-2.

Liverpool er komið áfram í fjórðu umferð, rétt eins og Aston Villa og Manchester City.

Aston Villa vann þægilegan útisigur á Bristol City úr Championship-deildinni, 3-0. Anwar El Ghazi, Bertrand Traore og Ollie Watkins skoruðu mörk Villa.

Man City lenti í vandræðum gegn Bournemouth, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en náði að lokum að kreista fram sigur. Liam, sonur Rory Delap, kom City á bragðið á 18. mínútu en Sam Surridge jafnaði fyrir Bournemouth. Íslandsvinurinn Phil Foden skoraði sigurmark City þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Bristol City 0 - 3 Aston Villa
0-1 Anwar El Ghazi ('11 )
0-2 Bertrand Traore ('14 )
0-3 Ollie Watkins ('73 )

Lincoln City 2 - 7 Liverpool
0-1 Xherdan Shaqiri ('9 )
0-2 Takumi Minamino ('18 )
0-3 Curtis Jones ('32 )
0-4 Curtis Jones ('36 )
0-5 Takumi Minamino ('46 )
1-5 Tayo Edun ('61 )
1-6 Marko Grujic ('65 )
2-6 Lewis Montsma ('67 )
2-7 Divock Origi ('89)

Manchester City 2 - 1 Bournemouth
1-0 Liam Delap ('18 )
1-1 Sam Surridge ('22 )
2-1 Phil Foden ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner