Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. september 2021 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Coventry skoraði þrjú mörk á sjö mínútum
Coventry City skoraði þrjú mörk í síðari hálfleiknum
Coventry City skoraði þrjú mörk í síðari hálfleiknum
Mynd: Getty Images
Coventry City og West Brom eru í tveimur efstu sætunum eftir leiki kvöldsins en Coventry vann Peterborough United 3-0 á meðan WBA lagði QPR, 2-1.

Coventry hefur verið í ham í byrjun leiktíðar. Staðan var markalaus í hálfleik gegn Peterborough en í þeim síðari fór vélin að malla.

Gustavo Hamer skoraði fyrsta markið á 57. mínútu og fjórum mínútum síðar Viktor Gyokeres búinn að bæta við öðru. Gyokeres gerði svo þriðja markið á 64. mínútu.

Coventry fer upp í 2. sætið með sigrinum en liðið er með 19 stig, jafnmörg og WBA, sem náði dramatísku sigurmarki gegn QPR í kvöld.

Andre Gray kom QPR yfir eftir 44 sekúndur. Seny Dieng kom boltanum í eigið net þegar fimmtán mínútur voru eftir áður en Karlan Grant gerði sigurmark WBA á 88. mínútu.

WBA er í toppsætinu, með betri markatölu en Coventry.

Úrslit og markaskorarar:

Coventry 3 - 0 Peterborough United
1-0 Gustavo Hamer ('57 )
2-0 Viktor Gyokeres ('61 )
3-0 Viktor Gyokeres ('64 )

West Brom 2 - 1 QPR
0-1 Andre Gray ('1 )
1-1 Seny Dieng ('75 , sjálfsmark)
2-1 Karlan Grant ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner