Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. september 2022 15:12
Ívan Guðjón Baldursson
Gætu leyft De Gea að fara frítt - Pickford nefndur sem arftaki
Mynd: Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United sé að íhuga að leyfa David de Gea að yfirgefa félagið á frjálsri sölu næsta sumar.


De Gea er 31 árs aðalmarkvörður félagsins með Martin Dubravka til vara. Dean Henderson er einnig samningsbundinn félaginu en var lánaður til nýliða Nottingham Forest fyrir tímabilið.

Stjórnendur Rauðu djöflanna eru að skoða að leyfa Henderson að taka markmannsstöðuna á næstu leiktíð og þá gæti brottför De Gea reynst mikilvægur liður í að lækka gríðarlega háan launakostnað félagsins. Launakostnaður félagsins á síðustu leiktíð bætti öll met, hann hljóðaði upp á 384 milljónir punda.

Telegraph greinir frá því að Man Utd hafi áhuga á að kaupa Jordan Pickford frá Everton til að berjast við Henderson um markmannsstöðuna.

Launakostnaður Man Utd er að aukast á milli ára og gæti félagið látið De Gea fara frítt sem part af endurskipulagningu á launastrúktúr félagsins. De Gea hefur reynst mikilvægur leikmaður í gegnum tíðina og er meðal launahæstu leikmanna félagsins með hátt í 400 þúsund pund í vikulaun.

De Gea rennur út á samningi næsta sumar en Man Utd hefur möguleika á að framlengja um eitt ár.

De Gea á 495 keppnisleiki að baki fyrir Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner