Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   sun 24. september 2023 14:43
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Sheffield Utd og Newcastle: Howe gerir fjórar breytingar
Callum Wilson byrjar á Bramall Lane
Callum Wilson byrjar á Bramall Lane
Mynd: EPA
Sheffield United og Newcastle United eigast við í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Bramall Lane klukkan 15:30 í dag.

Paul Heckingbottom gerir tvær breytingar á liði sínu en John Egan kemur inn í vörnina og þá kemur Oliver Norwood einnig inn, en Chris Basham kemur á bekkinn á meðan Oli McBurnie er í banni.

Callum Wilson, Elliott Anderson, Harvey Barnes og Miguel Almiron koma allir inn í byrjunarlið Newcastle, en þeir Alexander Isak, Sandro Tonali, Jacob Murphy og Anthony Gordon koma á bekkinn.

Sheffield United: Foderingham, Egan, Ahmedhodzic, Robinson, Bogle, McAtee, Norwood, Vinicius Souza, Thomas, Hamer, Archer.

Newcastle United: Pope, Trippier, Schar, Botman, Burn, S Longstaff, Bruno Guimaraes, Anderson, Almiron, Barnes, Wilson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner