Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Mainoo ekki snúist hugur
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo mun krefjast þess að fá að fara á láni frá Manchester United í janúarglugganum.

Mainoo, sem er tvítugur, vildi komast frá United undir lok ágúst en United hafnaði þá beiðni hans.

Miðjumaðurinn er ekki fastamaður í byrjunarliði Ruben Amorim, en það veldur Mainoo áhyggjum sem vill vera í enska landsliðshópnum sem fer á HM á næsta ári.

Daily Star segir leikmanninn enn staðráðinn í að fara á láni frá félaginu og mun hann krefjast þess að fá að fara.

Mainoo hefur aðeins spilað 166 mínútur í fjórum leikjum sínum með United á leiktíðinni.

Hann var lykilmaður undir stjórn Erik ten Hag, en hlutverk hans hefur minnkað síðan Amorim tók við keflinu.
Athugasemdir
banner