Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Bissouma sparkaður niður og meiddist eftir níu sekúndur
Yves Bissouma í landsleik með Malí.
Yves Bissouma í landsleik með Malí.
Mynd: EPA
Yves Bissouma, miðjumaður Tottenham, fór meiddur af velli aðeins níu sekúndum eftir að hafa komið inn af bekknum í sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Hann kom inn sem varamaður í 4-1 sigri gegn Madagascar. Hann hélt um vinstri ökklann eftir að hafa verið sparkaður niður.

Bissouma hefur ekkert spilað með Tottenham á tímabilinu og er að reyna að vinna sig inn í myndina hjá Thomas Frank. Hann var ekki valinn í Meistaradeildarhópinn.

Bissouma var að mæta of seint á fundi og æfingar og Frank fékk nóg og setti hann í agabann.

„Hann hefur oft verið að mæta of seint að undanförnu og síðasta skipti var einum of mikið. Þú verður að gefa leikmönnum ást en það verða að vera kröfur og afleiðingar, þetta hefur afleiðingar," sagði Frank í ágúst.


Athugasemdir
banner