Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Heimir trúir enn að Írland geti komist á HM
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: EPA
Þrátt fyrir að Írland hafi bara náð í eitt stig í undankeppni HM segist Heimir Hallgrímsson þjálfari liðsins enn trúa því að liðið geti komist á HM 2026.

Írland mætir Armeníu í Dublin annað kvöld og verður að vinna til að halda þeirri von á lífi að geta náð öðru sætinu.

„Úrslitin eru það eina sem máli skiptir, sama hvernig við förum að því þá þurfum við að ná í úrslit. Við erum ekki líklegastir í riðlinum sem stendur en sigur getur breytt því," segir Heimir.

„Ég hef trú á liðinu og tel að það sé með allt sem þarf til að komast á HM. Armenía er með öflugt lið og það verður mikil pressa á okkur á morgun. Við þurfum bara að meðtaka það, það er pressa á okkur að vinna leikinn. Við þurfum að vera klókir."

Það er mikil pressa á Heimi og talið að starf hans sé í hættu. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með 9 stig, Ungverjaland hefur 4 stig, Amenía 3 stig og Írland 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner