
Michael O'Neill hefur verið við stjórnvölinn hjá Norður-Írum síðustu þrjú ár eftir að hafa þjálfað landsliðið í átta og hálft ár frá 2011 til 2020 áður en hann tók við Stoke City.
Fjórða umferð A-riðils í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM fer fram í kvöld en þar eru Þýskaland, Slóvakía og Norður-Írland jöfn með 6 stig hvert.
Þjóðverjar töpuðu óvænt í Slóvakíu í fyrstu umferð og svo unnu Norður-Írar gegn Slóvakíu á föstudaginn.
Þýskaland vann 3-1 gegn Norður-Írlandi þegar þjóðirnar mættust í september en núna eru það Norður-Írarnir sem eru á heimavelli.
Þjóðverjar töpuðu óvænt í Slóvakíu í fyrstu umferð og svo unnu Norður-Írar gegn Slóvakíu á föstudaginn.
Þýskaland vann 3-1 gegn Norður-Írlandi þegar þjóðirnar mættust í september en núna eru það Norður-Írarnir sem eru á heimavelli.
„Við verðum að trúa því að allt getur gerst í fótbolta. Ef við höfum ekki þessa trú þá getum við ekki unnið," sagði Trai Hume, bakvörður Sunderland og norður-írska landsliðsins. Hann er 23 ára og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sigrinum gegn Slóvakíu.
„Við vitum hversu sterkt þetta þýska landslið er, við vissum það líka fyrir 3-1 tapið í Köln og þar vorum við samkeppnishæfir stærsta hluta leiksins. Við vitum að þetta verður erfið áskorun en við verðum að halda í trúna um að við getum sigrað.
„Við viljum ekki fara í þennan leik til að ná í jafntefli, við viljum sigra. Við erum ekki að hugsa lengra heldur en bara um næsta leik, við tökum einn leik í einu."
Conor Bradley bakvörður Liverpool verður ekki með vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Hann fékk spjald á lokakaflanum í sigrinum gegn Slóvakíu.
„Mér finnst það full strangt að tvö gul spjöld í undankeppninni séu nóg til að senda leikmann í bann. Mér hefur alltaf fundist að tvö gul spjöld séu alltof lítið til að fara í leikbann, sérstaklega þegar maður er að spila í fimm eða sex liða riðlum með mikið af leikjum. En svona eru reglurnar og við verðum að fara eftir þeim," sagði Michael O'Neill landsliðsþjálfari Norður-Írlands.
„Svo ef við skoðum gula spjaldið sem hann fékk gegn Slóvakíu þá er þetta ekki slæm tækling. Af einhverjum ástæðum ákvað dómarinn að gefa honum gult spjald fyrir þetta. Þrátt fyrir alla myndavélatæknina og VAR þá er ekki hægt að mótmæla eða áfrýja gulu spjaldi, bara rauðu."
Athugasemdir