André Villas-Boas fyrrum þjálfari Chelsea og Tottenham starfar í dag sem forseti FC Porto.
Hann var spurður út í orðróma sem sögðu táninginn bráðefnilega Rodrigo Mora mögulega vera á leið til sádi-arabíska stórveldisins Al-Ittihad.
„Al-Ittihad bauð 50 milljónir evra í Rodrigo Mora en við höfnuðum því. Þeir sögðust ætla að koma til baka með endurbætt tilboð sem átti að hljóða upp á 63 milljónir en það kom aldrei," svaraði Villas-Boas.
„Við ákváðum að selja Rodrigo ekki fyrir minna en 70 milljónir en þá hvarf Al-Ittihad. Þetta gerðist líka eftir sumarið 2024 á svipaðan hátt."
Mora er aðeins 18 ára gamall og kom að 14 mörkum í 23 deildarleikjum með Porto á síðustu leiktíð.
Athugasemdir