Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. október 2020 12:15
Aksentije Milisic
Wilshere: Rétt ákvörðun að yfirgefa West Ham
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere segir að hann sjái ekkert eftir því að hafa yfirgefið West Ham og segist viss um að meiðslin séu hluti af fortíðinni.

Hinn 28 ára gamli Wilshere er án félags en hann segir að hann hafi enn mikið fram að færa á knattspyrnuvellinum. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli en hann kom fram á sjónarsviðið hjá Arsenal einungis 16 ára gamall og var talinn mjög efnilegur.

Wilshere segir að hann hafi þurft að yfirgefa West Ham og komast í lið þar sem hann fengi að spila.

„Fólk mun segja það sem það vill og knattspyrnumenn fá vel borgað. En það að fá ekkert að spila hefur mikil áhrif á sjálfstraust þitt og þér líður illa. Það að vita að maður spilar ekki sama hvernig frammistaðan sé á æfingum er erfitt. Þó að liðið tapar 3-0 þá veistu að þú munt ekki fá sénsinn."

„Ég vildi ekki vera lengur í þessum aðstæðum og því var það rétt ákvörðun að fara frá West Ham."
Athugasemdir
banner
banner
banner