Manchester City er einu stigi á eftir Arsenal eftir helgina í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar. Garth Crooks hjá BBC er búinn að velja úrvalslið vikunnar.
Markvörður: Dean Henderson (Nottingham Forest) - Skellti í lás og átti stórleik þegar Forest vann Liverpool 1-0. Óvæntustu úrslit tímabilsins.
Miðjumaður: Granit Xhaka (Arsenal) - Skoraði með hægri annan leikinn í röð. Mark hans dugði þó aðeins í jafntefli að þessu sinni, gegn Southampton.
Miðjumaður: Youri Tielemans (Leicester) - Leicester vann annan leik sinn í röð og Tielemans skoraði eitt af mörkunum í sigri gegn Úlfunum.
Sóknarmaður: Danny Ings (Aston Villa) - Þvílík frammistaða hjá Villa í fyrsta leik eftir brottrekstur Steven Gerrard. Danni Ings var frábær og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir